Sálmarnir. 120. Ég ákalla Guð í neyð minni og hann hjálpar mér. Drottinn, frelsaðu mig frá svikum og prettum. Þú lygatunga, hver verða örlög þín? Oddhvassar örvar munu stinga þig og glóandi kol brenna þig! Hvílík mæða að búa með óguðlegum! Ég er þreyttur á þeim sem hata friðinn. Ég þrái frið, en þeir elska stríð og láta ráð mín sem vind um eyrun þjóta.